English
Published: 2020-11-04 19:16:39 CET
Festi hf.
Interim report (Q1 and Q3)

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2020

Hagnaður 1.162 milljónir króna á 3. ársfjórðungi 2020

Helstu niðurstöður

  • Framlegð af vöru- og þjónustusölu í 3F 2020 voru 5.831 m.kr. samanborið við 5.644 m.kr. í 3F 2019, sem samsvarar 3,3% aukningu milli ára.
  • EBITDA nam 2.586 m.kr. á 3F 2020 samanborið við 2.617 m.kr. 3F 2019, sem jafngildir 1,2% lækkun.
  • Lakari niðurstöðu má rekja til áhrifa COVID-19 samkomutakmarkana sem komu til í ágúst 2020.
  • Framlegð af vörusölu var 24,8% á 3F 2020 en framlegðin var 23,4% á 3F 2019
  • Eigið fé í lok 3F 2020 var 29.682 m.kr. og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,3% í lok árs 2019.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindingar var 28.109 m.kr. í lok 3F 2020 samanborið við 28.011 m.kr. í lok 2019.
  • EBITDA spá fyrir árið 2020 er nú uppfærð og er á bilinu 7.200 – 7.500 m.kr.  Áfram er óvissa um áhrif COVID-19 samkomutakmarkana á reksturinn.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Reksturinn gekk vel á 3ja ársfjórðungi og er efst í mínum huga þakklæti til þess frábæra starfsfólks sem stendur vaktina með okkur á hverjum degi á þessum erfiðu tímum, í miðjum COVID-19 faraldrinum.  Ég er ótrúlega stoltur af þessum öfluga hópi.

Rekstur ELKO var áfram umfram væntingar þrátt fyrir að verslun ELKO í Leifsstöð væri með ríflega 70% tekjusamdrátt milli ára. Mikill vöxtur er í verslunum ELKO á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í netverslun ELKO sem sýnir gríðarlega aukningu milli ára. Unnið hefur verið að nýrri verslun ELKO á Akureyri sem fyrirhugað er að muni opna seinnipart þessa mánaðar.

Rekstur N1 gekk mjög vel í sumar þrátt fyrir fækkun ferðamanna og minni umsvif í sjávarútvegi. Er það ekki síst að þakka yfirburða stöðu dreifikerfis félagsins. Félagið fann þó mikið fyrir samkomutakmörkunum stjórnvalda er hófust að nýju í byrjun ágúst sl. 

Krónan hefur áfram sýnt mikla aukningu milli ára en félagið opnaði í fjórðungnum nýja verslun á Hallveigarstíg í Reykjavík.  Þá er Snjallverslun Krónunnar fengið gríðarlega góðar viðtökur viðskiptavina okkar.  Tvær nýjar Krónuverlsanir opna á 4 ársfjórðungi, í Norðurhellu Hafnarfirði og Austurveri í Reykjavík.

Horfur í rekstri Festi samstæðunnar eru góðar og félagið er vel í stakk búið til að takast á við verkefnin framundan. Við munum áfram leggja mikla áherslu á gæði og öryggismál til að tryggja öryggi starfsmanna og okkar viðskiptavina.“  segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.

Attachments


Festi hf - Afkomutilkynning 3F 2020.pdf
Festi hf - Consolidated Statements for 2020 Q3 - signed.pdf