Icelandic
Birt: 2020-10-22 14:00:31 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf.: Reginn gefur út græn skuldabréf


Reginn hf.(Nasdaq: REGINN) hefur lokið sölu á nýjum grænum skuldabréfum, REGINN23 GB.

Skuldabréfaflokkurinn, sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins, er óverðtryggður til tæplega 3 ára og voru 2 milljarðar að nafnverði seldir í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skuldabréfin bera 3,20% fasta vexti og voru seld á pari. Áætlaður uppgjörsdagur útgáfunnar er 4. nóvember nk.

Sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt almenna tryggingarfyrirkomulaginu.

Reginn hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á umhverfismál og sjálfbærni í sínum rekstri sem endurspeglast í metnaðarfullri sjálfbærnistefnu félagsins. Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna / endurfjármagna umhverfisvænar fjárfestingar, umhverfisvottaðar fasteignir og önnur verkefni sem samræmast umgjörð félagsins um græna fjármögnun (Green Financing Framework).

Lykilþáttur í vegferð Regins í umhverfismálum var alþjóðleg umhverfisvottun Smáralindar í janúar síðastliðnum, en Smáralind er fyrsta fasteignin á Íslandi sem hlýtur hina alþjóðlegu BREEAM In-Use umhverfisvottun. Félagið ætlar sér að vera leiðandi í umhverfisvottun fasteigna, þar sem fylgt er alþjóðlegum kröfum um umhverfisþætti, áhættustýringu og rekstur.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.

Fossar markaðir hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og veittu Reginn ráðgjöf við gerð umgjarðar um græna fjármögnun.


Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is - S: 512 8900 / 899 6262