Icelandic
Birt: 2020-10-08 17:52:47 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Innherjaupplýsingar

REITIR: Horfur rekstrar ársins 2020 og fyrstu drög áætlunar fyrir árið 2021

Reitir hafa endurmetið afkomuspá félagsins fyrir árið 2020. Áætlað er nú að tekjur ársins verði á bilinu 10.700 - 10.850 millj. kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði 6.650 - 6.800 millj. kr.

Fyrri horfur Reita um afkomu voru að tekjur ársins yrðu á bilinu 11.500 - 11.650 millj. kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu yrði 7.600 - 7.750 millj. kr.

Það er mat stjórnenda að umfang tapaðra tekna vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 291 millj. kr. á þriðja ársfjórðungi samanborið við 315 millj. kr. á öðrum ársfjórðungi. Áfram er gert ráð fyrir gjaldfærslu tapaðra tekna þegar þær falla til líkt og gert var á öðrum ársfjórðungi. Lang stærstur hluti áætlaðra tapaðra tekna vegna Covid-19 hjá félaginu er vegna hótela og gististaða. Nýtingarhlutfall fjórðungsins var rétt um 95% sem er betri nýting en á bæði fyrsta og öðrum ársfjórðungi.

Áætlað er að rekstrarafkoma þriðja ársfjórðungs verði á bilinu 1.560 - 1.590 millj. kr. og líklegt er að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði sambærileg.

Fyrstu drög að rekstraráætlun fyrir árið 2021 gera ráð fyrir um 5% hækkun tekna frá fyrra ári og rekstrahagnaði fyrir matsbreytingu á bilinu 7.050 - 7.250 millj. kr.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á einar@reitir.is