Icelandic
Birt: 2020-09-28 20:47:16 CEST
Reginn hf.
Innherjaupplýsingar

Reginn hf.: Niðurstöður forgangsréttarútboðs í Reginn hf.


Forgangsréttarútboð Regins hf. á 40.000.000 nýjum hlutum lauk í dag kl 17:00. Forgangsréttarhöfum voru boðnir 40.000.000 nýir hlutir til kaups á genginu 15,0 á hvern hlut. Útboðið var undanþegið lýsingu en skilmálar útboðsins voru birtir þann 14. september sl. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. var umsjónaraðili útboðsins.

Rúmlega fjórföld eftirspurn var eftir nýjum hlutum frá forgangsréttarhöfum eða alls 171.132.236 hlutum. Alls var úthlutað 40.000.000 nýjum hlutum til forgangsréttarhafa eða samtals kr. 600.000.000 að heildarvirði en þar er um að ræða áskrift að öllum þeim nýju hlutum sem boðnir voru í útboðinu. Fjárfestum verður að öðru leyti tilkynnt um úthlutanir í útboðinu á morgun, þann 29. september og verður úthlutun hvers og eins aðgengileg á áskriftarvef útboðsins á vef Íslandsbanka á slóðinni https://www.islandsbanki.is/reginn-utbod.

Gjalddagi áskriftarloforða fjárfesta er 1. október n.k. Áætlað er að nýir hlutir verði afhentir og teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 2. október næstkomandi, eða eins fljótt og auðið er eftir útgáfu hlutabréfa hjá fyrirtækjaskrá Skattsins.

Heildarfjöldi útgefinna hluta í Reginn fyrir útboðið er 1.783.152.097 og verða 1.823.152.097 eftir útgáfu nýrra hluta.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson - Forstjóri Regins hf. - Sími: 512 8900 / 899 6262