Published: 2020-07-08 14:16:32 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn KLS
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

KLS 13 1

Fundur skuldabréfaeigenda skuldabréfaflokksins KLS 13 1 var haldinn að Borgartúni 19, miðvikudaginn 8. júlí 2020, kl. 10.00.

Mætt var fyrir 94,48% skuldabréfaeigenda.

Á dagskrá fundarins var tillaga um skilmálabreytingu sem felur í sér að fjárhagsskilmálar og eignir að baki greiðslu skuldabréfsins, lánasamnings í eigu fagfjárfestasjóðsins KLS, falli undir „almenna tryggingafyrirkomulagið“, eins og það er skilgreint í grunnlýsingu Regins til útgáfu skuldaskjala, dagsett 31. mars 2020 og að uppgreiðsluheimild frestist um 6 mánuði eða fram til 20. ágúst 2021.

Tillagan var samþykkt einróma.

Stefnir hf., rekstraraðili sjóðsins, mun annast samnings- og skjalagerð f.h. sjóðsins vegna þessarar breytingar og uppfærslu og birtingu útgáfulýsingar skuldabréfaflokksins KLS 13 1.

Frekari upplýsingar veitir Anna Kristjánsdóttir forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., anna.kristjansdottir@stefnir.is.