Icelandic
Birt: 2020-06-11 17:00:00 CEST
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reykjavíkurborg - Rekstaruppgjör A-hluta janúar til mars 2020

Fjármála- og áhættustýringarsvið leggur nú fram óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar – mars 2020. Uppgjörið er gert í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjármál og ársreikninga sveitarfélaga.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 1.324 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 964 m.kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því 2.288 mkr lakari en áætlað var. Lakari niðurstaða skýrist einkum af lægri skatttekjum sem reyndust 22.908 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 24.585 m.kr. á þessu tímabili, auk þess sem tekjur af sölu byggingaréttar eru undir áætlun. Lækkun tekna má rekja til samdráttar í efnahagslífinu sem var þegar farinn að birtast og að einhverju leyti til heimsfaraldurs kórónuveiru Covid-19.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 1.171 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 1.586 m.kr. þannig að niðurstaðan var 2.756 m.kr. undir áætlun.

Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráð í dag í samræmi við tímaáætlun árshlutauppgjöra á árinu 2020.

Reykjavík, 11. júní 2020

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Káradóttir, sviðstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi


A hluti arshlutareikningur Reykjavikurborgar januar-mars 2020.pdf