Icelandic
Birt: 2020-05-19 19:38:50 CEST
Hagar hf.
Boðun hluthafafundar

Aðalfundur Haga hf. 2020 - Tillaga tilnefningarnefndar um stjórnarmenn í Högum hf.

Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Þann 29. mars 2020 var birt auglýsing frá tilnefningarnefnd Haga hf., þar sem þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. var bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar eigi síðar en kl. 16:00 þann 14. apríl sl.

Alls bárust tilnefningarnefnd níu framboð til stjórnar og þá hefur eitt framboð borist félaginu eftir að frestur til að skila framboði til umfjöllunar hjá tilnefningarnefndar rann út þann 30. apríl sl. Þá hafa þrír dregið framboð sitt til baka.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins. Nánari upplýsingar um frambjóðendur má sjá í meðfylgjandi skjali.

Albert Jónsson, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur
Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins Akureyri ehf.
Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður hjá LMB Mandat slf.
Jensína Kristín Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Valcon consulting
Katrín Olga Jóhannesdóttir, eigandi Kría konsulting ehf.
Rósalind Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Guðmundar ehf.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum. Tilnefningarnefnd hefur nú lokið störfum og farið yfir þau framboð sem bárust innan tiltekins frests og leggur hún til að Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Eva Bryndís Helgadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir verði kosin í stjórn félagsins. Skýrsla nefndarinnar er hér meðfylgjandi.

Hægt er að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 09:00 þann 4. júní 2020. Þegar lögboðinn framboðsfrestur er runninn út, eða minnst tveimur dögum fyrir hluthafafund, verður tilkynnt um endanlegan lista frambjóðenda.

Viðhengi


Frambo til stjornar Haga 09.06.20.pdf
Skyrsla tilnefninganefndar Haga hf - aalfundur 2020_signed.pdf