Icelandic
Birt: 2020-03-19 15:43:59 CET
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Samningur um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf Reykjavíkurborgar, RVK 53 1, RVK 32 1 og RVKN35 1

Þann 19. mars 2020 samþykkti borgarráð að endurnýja samninga við Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt með skuldabréfaflokkana RVK 53 1, RVK 32 1 og RVKN 35 1.

Markmiðið með samningunum er að efla verðmyndun á eftirmarkaði.
Viðskiptavakt Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf., Landsbankans hf., gildir frá og með 1. apríl 2020 til 31. mars 2021.
Helstu atriði samningsins eru:
 

  • Viðskiptavakar hafa einir aðgang að sérstökum verðbréfalánum sem Reykjavíkurborg veitir.
     
  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVK 53 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 20 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 
     
  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVKN 35 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 30 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 

  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVK 32 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 30 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 
     
  • Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða viðskiptavaka ákvarðast af verði gildra tilboða og má mest vera 1,0%
     
  • Viðskiptavaki skal endurnýja tilboð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið.
     
  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 60 m.kr. að nafnvirði með RVK 53 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.
     
  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 90 m.kr. að nafnvirði með RVKN 35 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.

  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 90 m.kr. að nafnvirði með RVK 32 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Nánari upplýsingar gefur:
Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is     
Sími: 898-8272

Viðhengi


Viskiptavakasamningur RVK 2020.pdf