Icelandic
Birt: 2020-03-13 17:44:09 CET
Lykill fjármögnun hf.
Niðurstöður hluthafafundar

Lykill fjármögnun hf.: Niðurstöður aðalfundar - leiðrétt dagsetning fundarins

Föstudaginn 13. mars 2020 var aðalfundur Lykils fjármögnunar hf. settur í nýjum húsakynnum félagsins að Síðumúla 24, 108 Reykjavík kl. 10:00.

Helstu niðurstöður fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár

Aðalfundur samþykkti skýrslu stjórnar samhljóða.

  1. Ársreikningur fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti ársreikning vegna ársins 2019.

  1. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að ekki verður greiddur arður til hluthafa.

  1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins

Engar tillögur lágu fyrir um breytingar á samþykktum félagsins og eru þær því óbreyttar.

  1. Kosning stjórnar.

Kosningu stjórnar var frestað til framhaldsaðalfundar, en stefnt verður að því að halda hann eigi síðar en 31. mars 2020.

  1. Kosning endurskoðanda.

Tillaga stjórnar um að PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðunarfélag Lykils fjármögnunar hf. var samþykkt en þeir eru jafnframt endurskoðandi móðurfélags Lykils.

  1. Ákvörðun um þóknun stjórnar

Ákvörðun um þóknun stjórnar var frestað til framhaldsaðalfundar.

  1. Starfskjarastefna.

Aðalfundur samþykkti starfskjarastefnuna samhljóða.

  1. Önnur mál.

Önnur mál voru ekki borin upp og fundi slitið.

Nánari upplýsingar veitir Árni Huldar Sveinbjörnsson, s. 540 1700