Icelandic
Birt: 2020-03-09 16:16:37 CET
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Reikningsskil

Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur 2019

Lægstu vextir í sögu Lánasjóðs sveitarfélaga

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 794,8 milljónum króna á árinu 2019 samanborið við 857,2 milljónir króna á árinu 2018. Breytingin á milli ára skýrist einna helst af lægri ávöxtun á eigið fé, lægri gjaldeyrismun og auknum kostnaði í tengslum við sérfræðiráðgjöf og skuldabréfaútgáfu.

Heildareignir sjóðsins í lok ársins voru 117,0 milljarðar króna en voru 105,4 milljarðar í árslok 2018 sem er aukning um 11%. Heildarútlán sjóðsins námu 110,2 milljarði króna í lok ársins samanborið við 99,0 milljarða í árslok 2018.

Eigið fé nam 18,3 milljörðum króna en var 17,9 milljarðar í árslok 2018. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 70% en var 77% í árslok 2018.

Traustur efnahagur, lágur vaxtamunur og lækkandi ávöxunarkrafa á skuldabréf Lánasjóðsins hefur skilað því að sveitarfélögum bjóðast nú lægstu útlánavextir hjá Lánasjóðnum í 53 ára sögu hans.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2020 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2019 til hluthafa, til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.

Helstu niðurstöður ársreikninga sjóðsins undanfarin ár í milljónum króna:

Rekstur ársins20192018201720162015
      
Hreinar vaxtatekjur....................................982 1.013 927 959 942
Aðrar rekstrartekjur...................................27 41 32  (42)60
Almennur rekstrarkostnaður......................214 196 185 204 183
Afkoma fyrir óreglulega liði...................795 857 774 713 818
Óreglulegir liðir.........................................0 0 3 270 227
Hagnaður ársins.....................................795 857 777 983 1.046
      
Efnahagur 31. desember     
      
Handbært fé.............................................4.956 6.180 12.097 5.876 5.176
Markaðsverðbréf.......................................1.229 0 0 928 313
Útlán og kröfur.........................................110.653 99.051 73.566 71.175 71.575
Aðrar eignir..............................................202 177 44 45 47
Eignir samtals........................................117.040 105.408 85.707 78.024 77.111
      
Verðbréfaútgáfa........................................95.275 84.536 65.154 57.059 54.382
Aðrar lántökur..........................................3.395 2.878 3.010 3.591 5.939
Aðrar skuldir............................................91 82 85 202 78
Skuldir samtals......................................98.761 87.496 68.249 60.852 60.399
      
Eigið fé..................................................18.278 17.912 17.459 17.172 16.712
      
CAD-hlutfall (Basel II)...............................70%77%97%85%79%



Framtíðarhorfur

Lánasjóður sveitarfélaga sér fram á að eftirspurn eftir útlánum verði nokkuð kröftug á næstu misserum í ljósi uppbyggingar á innviðum og öðrum framkvæmdum í mörgum sveitarfélögum landsins. Lánakjör hafa aldrei verið hagstæðari í sögu Lánasjóðsins enda er hlutverk hans að útvega lánsfjármagn á sem hagstæðustu kjörum til sveitarfélaga landsins.

Lánasjóðurinn mun starfa í grundvallaratriðum svipað og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að uppfylla meginhlutverk hans.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.

Viðhengi


Arsreikningur Lanasjos sveitarfelaga 31.12.2019.pdf