English Icelandic
Birt: 2020-02-27 18:54:47 CET
Eimskipafélag Íslands hf.
Reikningsskil

Eimskip: Ársuppgjör 2019

Helstu atriði í afkomu ársins 2019

  • Tekjur námu 679,6 milljónum evra og lækkuðu um 9,6 milljónir evra eða 1,4% frá árinu 2018.
    • Tekjur lækkuðu meðal annars vegna lægra flutningsmagns í gámasiglingum, sérstaklega í innflutningi til Íslands.
  • Kostnaður nam 630,2 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) sem er lækkun um 9,7 milljónir evra,   þar af lækkaði launakostnaður um 5,9 milljónir evra eða 4,3%.
  • EBITDA nam 60,5 milljónum evra eða 49,4 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 49,2 milljónir evra fyrir árið 2018.
  • Hagnaður ársins nam 1,0 milljón evra samanborið við 7,4 milljónir evra fyrir árið 2018.
    • Einskiptis skattaleg áhrif að fjárhæð 3,4 milljónir evra og virðisrýrnun að upphæð 2,6 milljónir evra vegna sölu skipa hafa neikvæð áhrif á afkomu tímabilsins. Án þessara liða væri hagnaður 7,0 milljónir evra sem er sambærilegt við hagnaðinn fyrir árið 2018.
  • Fjárfestingar ársins námu 38,9 milljónum evra samanborið við 47,4 milljónir evra árið 2018. Fjárfestingum að fjárhæð 36 milljónum evra sem voru á áætlun ársins 2019 var frestað til ársins 2020, einkum vegna seinkunar á afhendingu tveggja nýrra skipa.
  • Handbært fé frá rekstri í lok ársins jókst og nam 51,3 milljónum evra samanborið við 29,0 milljónir evra árið 2018.
  • Eigið fé nam 230,9 milljónum evra í lok ársins og eiginfjárhlutfallið nam 44,0%, með áhrifum IFRS 16, en til samanburðar var eiginfjárhlutfallið 49,1% í árslok 2018.
    • Arður að fjárhæð 4,7 milljónir evra var greiddur á árinu og endurkaupa áætlanir voru virkjaðar. Félagið keypti hlutabréf að fjárhæð 5,0 milljónum evra að markaðsvirði á árinu.
  • Skuldsetningarhlutfall var 3,0 í lok ársins 2019, samanborið við 2,80 í lok árs 2018. Það er við efri mörk markmiðs um skuldsetningarhlutfall.
  • Stjórn félagsins mun leggja fram tillögu til aðalfundar að ekki verði greiddur út arður vegna afkomu ársins 2019.
  • Stjórn félagsins mun einnig leggja fram á aðalfundi tillögu um lækkun hlutafjár, ígildi um 12,5 milljónum evra greiðslu til hluthafa.
  • Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2020 er á bilinu EBITDA 51-58 milljónir evra.

Helstu atriði í afkomu fjórða ársfjórðungs 2019

  • Tekjur námu 175,5 milljónum evra og lækkuðu um 3,3 milljónir evra eða 1,8% frá sama ársfjórðungi 2018.
    • Magn í áætlunarsiglingum minnkaði um 13,2% sem skýrist að mestu vegna minni innflutnings til Íslands og minni veiða við Ísland á fjórðungnum.
    • Magn í flutningsmiðlun minnkaði um 3,9% en engu að síður jókst afkoma af flutningsmiðlun miðað við fyrra ár vegna aukinnar framlegðar og samþættingar.
  • EBITDA nam 11,2 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi 2019 eða 7,9 milljónum evra (án áhrifa IFRS 16) samanborið við 9,4 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs.
  • Tap á ársfjórðungnum nam 6,4 milljónum evra samanborið við 1,9 milljónir evra á sama ársfjórðungi síðasta árs og nam lækkunin um 4,5 milljónum evra.
  • Handbært fé frá rekstri í lok tímabilsins nam 16,9 milljónum evra samanborið við 8,4 milljónir evra í lok sama ársfjórðungs 2018.

VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON, FORSTJÓRI

„Árið 2019 einkenndist af minni innflutningi til Íslands sem minnkaði um 10,7%, sem er í takt við minnkun í tölum Hagstofunnar um heildar innflutningsmagn til Íslands. Að auki hafði loðnubrestur og minni veiðar við Ísland á síðasta ársfjórðungi 2019 töluverð áhrif á útflutningsmagn frá Íslandi. Ég er ánægður að sjá að áhersla okkar á hin ýmsu hagræðingar og samþættingar verkefni hefur jákvæð áhrif á niðurstöður ársins og mun halda áfram að skila jákvæðum áhrifum á árinu 2020. Þetta er í samræmi við vegferð félagsins um aukna samþættingu og áherslu á kjarnastarfsemi.

Starfsemin okkar í Noregi hélt áfram að bæta afkomu sína og Trans-Atlantic þjónustan okkar óx um tveggja stafa tölur á árinu.  Afkoman af flutningsmiðlun jókst milli ára þrátt fyrir minna flutningsmagn.

Launakostnaður lækkaði um 5,9 milljónir evra á árinu sem skýrist að mestu af fækkun stöðugilda í tengslum við samþættingu í rekstrinum.

Þótt að hagnaður ársins sé lágur eða 1 milljón evra, þar sem helstu ástæður eru einskiptis liðir vegna virðisrýrnunar við sölu fimm skipa og skattakostnaðar á fyrsta ársfjórðungi, þá erum við mjög ánægð með verulega aukningu í sjóðstreymi frá rekstri á milli ára.

Við kynntum nýtt gámasiglingakerfi í október og tókst með þeim breytingum að fækka gámaskipum félagsins um eitt. Með nýja kerfinu aukum við þjónustu og áreiðanleika siglingakerfisins ásamt því að lækka fastan rekstrarkostnað.

Eimskip steig einnig mikilvæg skref í endurnýjun gámaskipaflotans og í aðlögun frystiskipaflotans að núverandi rekstri þegar félagið seldi fimm skip í lok árs.

Eimskip gefur í dag út samfélagsábyrgðarskýrslu (ESG) fyrir árið 2019, nú í fyrsta sinn samhliða útgáfu ársreiknings félagsins. Kolefnisfótspor Eimskips, mælt í kolefnisútblæstri pr.tonn af flutningsmagni, hefur minnkað um 14,2% síðan árið 2015 sem er yfir okkar markmiðum og ég er viss um að við bjóðum umhverfisvænustu lausnina í vöruflutningum til og frá Íslandi. Við búumst nú við því að nýju skipin okkar, sem eru sérstaklega útbúin til að draga úr umhverfisáhrifum, verði afhent á öðrum og þriðja ársfjórðungi. Við hlökkum til að hefja samstarfið við Royal Arctic Line og gerum ráð fyrir að hefja það samstarf þegar fyrra skipið hefur verið afhent á öðrum ársfjórðungi.

Í ágúst síðastliðnum upplýstum við um að félagið myndi skoða sölu á dótturfélagi sínu Sæferðum. Í kjölfarið var farið í söluferli en þrátt fyrir nokkurn áhuga kaupenda á félaginu þá leiddu nokkuð ítarlegar viðræður ekki til sölu. Við höfum nú ákveðið að hætta við söluferlið og munum því áfram reka Sæferðir í óbreyttri mynd.

Afkomuspá Eimskips fyrir árið 2020 er á bilinu 51-58 milljónir evra án áhrifa IFRS 16. Óvissa varðandi þróun íslenska hagkerfisins, stöðu á alþjóðamörkuðum og þróun á COVID-19 vírusnum skýrir þetta breiða bil.

Að lokum vil ég þakka okkar góða starfsfólki fyrir vinnuframlag þeirra og áhuga á síðasta ári og viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir okkar verðmæta samstarf. ”

FREKARI UPPLÝSINGAR

  • Egill Örn Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sími: 525 7202
  • Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri, sími: 825 3399, netfang: investors@eimskip.com

Viðhengi


Eimskip - 2019 Financial Results - Presentation.pdf
Eimskipafelag Islands Consolidated Financial Statements 2019.pdf
Eimskip - ESG Report 2019.pdf
Eimskip - PR Nasdaq - Financial results 2019 Icelandic.pdf