Published: 2020-02-26 23:15:49 CET
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Lykill fjármögnun hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 26. febrúar 2020

Leiðrétt tilboðsfjárhæð og heildarstærð eftir útgáfu

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið útboði á skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 16 1.

Alls bárust tilboð að nafnvirði 5.790 m.kr. á genginu 100,0 og var öllum tilboðum tekið.

Skuldabréfaflokkurinn er jafngreiðslubréf með mánaðarlegum afborgunum og fljótandi vöxtum tengdum 1M REIBOR að viðbættu 110 punkta álagi. Flokkurinn var upphaflega gefinn út árið 2016 til 7 ára, er með lokagjalddaga í október 2023 og er tryggður með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils. Skuldabréfin hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins eftir útgáfuna er 10.870 m.kr.að nafnvirði.

Uppgjörsdagur viðskipta er 4. mars 2020

Markaðsviðskipti Arion banka höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafn Steinarsson, Markaðsviðskiptum Arion banka hf., hrafn.steinarsson@arionbanki.is; s: 856 6910
Arnar Geir Sæmundsson, forstöðumaður fjárstýringar Lykils fjármögnunar hf.
arnarg@lykill.is, s: 896 6566