Published: 2020-02-20 10:40:52 CET
Fagfjárfestasjóðurinn REG 2
Ársreikningur

Ársreikningur fagfjárfestasjóðsins REG 2 Smáralind vegna ársins 2019

Fagfjárfestasjóðurinn REG 2 Smáralind sem er í rekstri Stefnis hf. gaf út skuldabréf tekin til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. árið 2013.

  • Hagnaður 209 þús. krónur varð á rekstri sjóðsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi.
  • Hrein eign sjóðsins nam 1.604 þús. króna samkvæmt efnahagsreikningi.
  • Ársreikningurinn var endurskoðaður af Deloitte ehf. í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Það er álit endurskoðanda að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2019, efnahagi hans 31. desember 2019 og breytingu á hreinni eign sjóðsins á árinu 2019, í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.

Hægt verður að nálgast ársreikning sjóðsins frá og með deginum í dag á heimasíðu Stefnis hf. www.stefnir.is

Nánari upplýsingar um ársreikning REG 2 Smáralind veitir Jökull H. Úlfsson, í síma 444 7457.

Viðhengi


Ársreikningur REG 2 2019.pdf