Published: 2020-02-19 16:31:17 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki gefur út skuldabréf sem flokkast sem viðbótar eiginfjárþáttur 1 (AT1)

Arion banki gaf í dag út AT1 skuldabréf að upphæð 100 milljónir dollara. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en í heild bárust tilboð frá ríflega 90 fjárfestum fyrir yfir 500 milljónir dollara.

AT1 skuldabréfin teljast til viðbótar eiginfjárþáttar 1 samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Útgáfa bréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er liður í ná fram hagkvæmari skipan eiginfjár í samræmi við markmið bankans.

Skuldabréfin bera fasta 6,25% vexti. Bréfin eru breytanleg í hlutabréf ef eiginfjárþáttur 1 fer niður fyrir 5,125%. AT1 skuldabréfin munu fá lánshæfiseinkunina BB frá S&P.

Umsjónaraðilar útgáfunnar eru Barclays, Goldman Sachs International og Morgan Stanley.

Nánari upplýsingar veita Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760


Þessar upplýsingar eru birtar í samræmi við upplýsingaskyldu Arion banka hf. skv. reglugerð Evrópusambandsins um markaðssvik.