Published: 2020-02-19 15:03:06 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2019

Arion banki hefur gefið út árs- og samfélagsskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2019. Skýrslurnar eru á rafrænu formi og aðgengilegar á vef bankans. Ársreikningur bankans fyrir árið 2019 var birtur 12. febrúar og er einnig aðgengilegur á vef bankans.

Auk umfjöllunar um svið bankans, helstu verkefni og lykiltölur ársins 2019 inniheldur árs- og samfélagsskýrsla Arion banka m.a. umfjöllun um samfélag og umhverfi og ófjárhagslegar upplýsingar í samræmi við GRI Core staðalinn og leiðbeinandi viðmið Nasdaq á Norðurlöndunum.

Árs- og samfélagsskýrsla Arion banka 2019

Áhættuskýrsla Arion banka 2019

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.