Published: 2020-02-12 19:53:59 CET
Heimavellir hf.
Reikningsskil

Heimavellir hf.: Birting ársreiknings fyrir árið 2019

Heimavellir hf.

Fréttatilkynning 12. febrúar 2020

Ársreikningur Heimavalla hf. fyrir árið 2019

Helstu atriði:

  • EBITDA ávöxtun hækkar milli ára og er 4,4% á árinu 2019 (2018: 4,2%)
  • EBIT framlegð stendur í stað milli ára er 62,1% á árinu 2019 (2018: 62,1%)
  • Heimavellir gáfu út skráð verðtryggð skuldabréf fyrir 2.420 m.kr. á árinu á 3,53% meðalvöxtum. Bréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta.
  • Hagræðing í eignasafni félagsins hélt áfram á árinu 2019 og voru 369 íbúðir seldar fyrir 11.400 m.kr. Söluandvirði íbúðanna var 3,7% yfir bókfærðu virði þeirra. Á sama tíma keypti félagið 114 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
  • Rekstrartekjur námu 3.372 m.kr. (2018: 3.685 m.kr.) og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu var 2.051 m.kr. (2018: 2.249 m.kr.).
  • Í árslok var bókfært virði fjárfestingareigna 45.299 m.kr. og lækkar um 15% á milli ára (2018: 53.142 m.kr). Matsbreyting ársins nam 1.695 m.kr og er að mestu tilkomin vegna lægri vaxtakostnaðar við mat á virði eigna.
  • Vaxtaberandi skuldir lækka milli ára og námu 28.995 m.kr. (2018: 34.701 m.kr.).
  • Handbært fé frá rekstri var 610 m.kr. og hækkar um 213 m.kr milli ára. Handbært fé í árslok var 1.740 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall í árslok var 37,2%
  • Fjöldi hluthafa í árslok voru 452 (2018: 584)

Starfsemi og horfur

Á árinu 2019 var endurskipulagning eignasafnsins í öndvegi. Íbúðum fækkaði úr 1.892 í 1.637 í þeim tilgangi að styrkja rekstur félagsins, bæta efnahagsreikning þess og draga úr endurfjármögnunarþörf. Til framtíðar verða kjarnasvæði félagins fyrst og fremst höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbær. Önnur svæði verða um 10% af eignasafni félagsins.

Á árinu 2020 eru áætlaðar leigutekjur 3.000 – 3.100 m.kr og EBIT framlegð er áætluð 62,5% - 63,5%. Fjöldi íbúða í árslok 2020 er áætlaður um 1.500. Félagið stefnir á að ná 5,0% EBITDA ávöxtun á 4. ársfjórðungi 2020.

Kynning á uppgjöri ársins

Arnar Gauti Reynisson framkvæmdastjóri Heimavalla mun kynna uppgjörið fimmtudaginn 13. febrúar kl. 8:30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík í sal G á 2. hæð.


Nánari upplýsingar veitir:

Arnar Gauti Reynisson framkvæmdastjóri,

gauti@heimavellir.is s. 860 5300


Viðhengi


Heimavellir hf. 2019 English FINAL.pdf
Heimavellir hf. ársreikningur 2019 FINAL.pdf