Published: 2020-01-23 13:13:18 CET
Reykjavíkurborg
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar


Reykjavíkurborg var með skuldabréfaútboð í flokkum RVK 32 1 og RVKN 35 1 þann 22. janúar 2020. 

Alls bárust tilboð í RVK 32 1 að nafnvirði ISK 2.300.000.000 á bilinu 1,53% - 1,68%.  Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 860.000.000 á ávöxtunarkröfunni 1,58%. Útistandandi fyrir útboð voru ISK 4.920.000.000 að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú ISK 5.780.000.000 að nafnvirði.

Alls bárust tilboð í RVKN 35 1 að nafnvirði ISK 1.540.000.000 á bilinu 3,89% - 4,00%.  Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.540.000.000 á ávöxtunarkröfunni 4,00%. Útistandandi fyrir útboð voru ISK 8.230.000.000 að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú ISK 9.770.000.000 að nafnvirði.

Uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 28. janúar.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með útboðinu.

Nánari upplýsingar gefa:
Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is
Sími: 898-8272


Gunnar S. Tryggvason
Markaðsviðskipti Landsbankans
Netfang: gunnar.s.tryggvason@landsbankinn.is       
Sími: 410-6709