Published: 2020-01-16 18:51:42 CET
Vátryggingafélag Íslands hf.
Innherjaupplýsingar

VÍS: Jákvæð afkomutilkynning

Samkvæmt drögum að uppgjöri ársins 2019 er vænt afkoma félagsins hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir, en félagið hefur gefið út að tilkynnt er um frávik frá væntum hagnaði ársins fyrir skatta sem er umfram 10%.
Miðað við fyrirliggjandi drög áætlar félagið að hagnaður ársins 2019 fyrir skatta verði á bilinu 2.950-3.050 milljónir króna, en afkomuspá félagsins fyrir árið 2019 gerði ráð fyrir hagnaði upp á 2.508 milljónir króna fyrir skatta. Helsta ástæðan fyrir betri afkomu er hærri ávöxtun fjáreigna á 4. ársfjórðungi. 

Afkomuspá ársins 2020 verður birt þann 31. janúar og uppgjör ársins 2019 þann 27. febrúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir í síma 660 5260 eða fjarfestatengsl@vis.is