Published: 2020-01-09 20:46:42 CET
Lykill fjármögnun hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Lykill fjármögnun: Niðurstaða víxlaútboðs

Lykill fjármögnun hefur lokið útboði á 8 mánaða víxlum í nýjum flokki LYKILL200915. Heildareftirspurn í útboðinu nam 1.620 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 800 m.kr.

Víxlarnir voru seldir á 4,05% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er miðvikudagurinn 15. janúar 2020.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu.

Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 15. janúar 2020.

Nánari upplýsingar veita:
Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., dadi.kristjansson@fossarmarkets.com, s: 840 4145
Arnar Geir Sæmundsson, forstöðumaður fjárstýringar Lykils fjármögnunar hf., arnarg@lykill.is, s: 540 1700