English Icelandic
Birt: 2019-12-12 18:59:31 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa

Arion banki hf. lauk í dag útboði á tveimur víkjandi skuldabréfaflokkum, ARION T2 30 og ARION T2I 30.

Heildareftirspurn í útboðinu var 1.980 m. kr. og fjöldi tilboða var 10.

Í óvertryggða flokkinn barst 1 tilboð að nafnvirði samtals 100 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 6,90%. Engum tilboðum var tekið í óverðtryggða flokkinn.

Í verðtryggða flokkinn bárust 9 tilboð að nafnvirði samtals 1.880 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,80% - 4,20%. Tilboðum að nafnvirði 1.780 m.kr. á kröfunni 3,95% voru samþykkt. Heildarstærð flokksins verður 5.200 m.kr. að nafnvirði eftir útgáfuna

Um er að ræða víkjandi skuldabréf sem teljast til eiginfjárþáttar 2, sbr. 84. gr. c. laga nr. 161/2002. Báðir flokkarnir eru vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári, með lokagjalddaga í janúar 2030 og eru uppgreiðanlegir frá og með janúar 2025. Stefnt er að skráningu bréfanna á Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is, sími 856 6760.