Published: 2019-12-04 17:02:29 CET
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa þar sem tveir nýir flokkar voru boðnir til sölu.

Tilboð í útboðinu voru 26 talsins og námu samtals 8.560 m. kr. að nafnverði.

Fimm tilboð að fjárhæð 900 m. kr. að nafnverði bárust í óverðtryggða flokkinn LBANK T2 29 á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,60%-6,90%. Engum tilboðum var tekið í flokkinn.

21 tilboð að fjárhæð 7.660 m. kr. að nafnverði bárust í verðtryggða flokkinn LBANK T2I 29 á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,69%-4,00%. Tilboðum að fjárhæð 5.520 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 3,85%.

Stefnt er að töku víkjandi skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 11. desember 2019.

Víkjandi skuldabréfin eru gefin út undir útgáfuramma bankans fyrir víxla og skuldabréf. Nánari upplýsingar má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, www.landsbankinn.is/fjarfestar.