Icelandic
Birt: 2019-11-28 13:20:59 CET
Reykjavíkurborg
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Reykjavíkurborg – Árshlutareikningur janúar – september 2019

Reykjavíkurborg – Árshlutareikningur janúar – september 2019

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar - september 2019 var afgreiddur í borgarráði í dag, fimmtudaginn 28. september.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 5.162 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 5.757 m.kr. á tímabilinu. Niðurstaðan er því 595 m.kr. lakari en gert var ráð fyrir.  Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir.  Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.195 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.740 m.kr. eða 1.545 m.kr. undir áætlun.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 12.243 m.kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 12.132 m.kr.
Rekstrarniðurstaðan er því 111 m.kr. betri en gert var ráð fyrir.  Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 18.797 m.kr. sem er 4.232 m.kr. lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok september 681.724 m.kr., heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 347.726 m.kr. og eigið fé var 333.998 m.kr. en þar af var hlutdeild meðeigenda 18.017 m.kr.  Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49,0% en var 49,4% um síðustu áramót.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.

Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:  Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.

Reykjavík, 28. nóvember 2019.

Nánari upplýsingar veitir
Halldóra Káradóttir fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
halldora.karadottir@reykjavik.is

Viðhengi


Samsta Reykjavikurborgar januar-september 2019.pdf
Skyrsla Fjarmala- og ahttustyringarsvis me arshlutareikningi januar - september 2019.pdf