English Icelandic
Birt: 2019-10-30 17:47:19 CET
Íslandsbanki hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrstu níu mánuði ársins 2019

Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka fyrstu 9 mánuði ársins 2019 (9M19)

  • Hagnaður eftir skatta nam 6,8 ma. kr. (9M18: 9,2 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár var 5,1% á ársgrundvelli. (9M18: 7,1%).
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 8,7 ma. kr.  (9M18:  9,9 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 7,3% á ársgrundvelli (9M18: 9,0%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 25,2 ma. kr. (9M18: 23,6 ma. kr.) sem er 6,5% hækkun milli ára og var vaxtamunur 2,8% (9M18: 2,9%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 9,7 ma. kr. (9M18:  8,7 ma. kr.) sem er 11% hækkun frá 9M18. 
  • Virðisbreyting útlána var neikvæð um 2.078 m.kr. á tímabilinu samanborið við jákvæða virðisbreytingu um  1.881 m.kr. á 9M18.
  • Stjórnunarkostnaður jókst um 3,0% milli ára og nam 20,8 ma. kr. (9M18: 20,2 ma. kr.).
  • Kostnaðarhlutfall samstæðu á tímabilinu var 61,3% samanborið við 65,6% á sama tímabili 2018, en kostnaðarhlutfall móðurfélags var 55,3% sem er við 55% langtímamarkmið bankans.
  • Útlán til viðskiptavina jukust á tímabilinu og voru 909,2 ma. kr. í lok september. Ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 voru 162,7 ma. kr. og dreifðust vel á milli viðskiptaeininga bankans.
  • Innlán frá viðskiptavinum voru 610,3 ma. kr.  í lok september sem er 5,4% aukning frá áramótum.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið.  Eiginfjárhlutföll eru sterk og í takt við langtímamarkmið bankans.

Helstu atriði í afkomu Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi ársins 2019 (3F19)

  • Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. (3F18: 2,1 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár 4,7% á ársgrundvelli (3F18: 4,9%).
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 3,0 ma. kr. (3F18: 2,9 ma. kr.) og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 16% eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) 7,9% (3F18: 8,1%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 8,4 ma. kr. (3F18: 8,3 ma. kr.) og var vaxtamunur 2,7% (3F18: 3,0%). 
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,1 ma. kr. (3F18: 2,9 ma. kr.).

 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Á fyrstu níu mánuðum ársins var góður vöxtur í þóknanatekjum (11%) og vaxtatekjum (6,5%) frá sama tímabili í fyrra auk þess sem lánabók bankans óx um 7,4%.  Neikvæðar virðisbreytingar, sem meðal annars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efnahagslífinu, hafa þó vissulega dregið úr afkomunni og er arðsemi eigin fjár tímabilsins undir markmiðum bankans. Ánægjulegt er þó að kostnaðarhlutfall bankans hefur farið lækkandi á tímabilinu samanborið við sama tíma í fyrra. Sé eingöngu horft til móðurfélags bankans er hlutfallið nú rétt við 55% langtímamarkmið bankans en áfram verður unnið að því að auka hagkvæmni í rekstri.  Lausafjárstaða bankans er sem fyrr sterk og vel yfir kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutfall er við langtímamarkmið bankans.

Ánægjulegt er að nefna að á dögunum veittum við 30,5 milljónum króna í styrki til 9 verkefna úr Frumkvöðlasjóði bankans. Við val af styrkþegum var horft til verkefna sem stuðla að framgangi þeirra fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur ákveðið að starfa eftir í stefnu sinni.  Við höfum einsett okkur að vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu og munum áfram leggja okkur öll fram við að vera leiðandi í þeim efnum.

 

Helstu atriði úr rekstri fyrstu 9 mánaða ársins (9M19)

  • Ný sjálfvirk húsnæðislánalausn Íslandsbanka var kynnt í ágúst. Nú er hægt er að sækja um greiðslumat á vef Íslandsbanka og fá svar um greiðslugetu um leið.
  • Í júní gaf bankinn út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 m. sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár (10NC5). Þetta var þriðja víkjandi skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka. Með þessari útgáfu náði bankinn markmiði sínu um útgáfu á Tier 2 skuldabréfum og var þetta mikilvægur áfangi í uppbyggingu á langtíma eiginfjár samsetningu bankans.
  • Íslandsbanki birti skýrslur um íslenska ferðaþjónustu í maí og íslenskan íbúðamarkað í október.
  • Íslandsbanki birti nýja þjóðhagsspá  „Hvert fór kreppan?” í september í tengslum við árlegt Fjármálaþing bankans á Hilton Nordica.
  • Riaan Dreyer var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka.
  • Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti lánshæfismat Íslandsbanka BBB+/A2 í júlí en breytti jafnframt horfum úr stöðugum í neikvæðar.
    Í ágúst funduðu Samtök norrænna forstjóra um sjálfbæra framtíð í Reykjavík með forsætisráðherrum Norðurlanda þar sem rætt var um sameiginlegar áskoranir ríkjanna um sjálfbærni. Íslandsbanki er stoltur aðili að samtökunum.
  • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið 24. ágúst. 15 þúsund hlauparar söfnuðu 167 m.kr. til góðra málefna í þessum stærsta góðgerðaviðburði Íslands. 
  • Í október lækkaði FME lágmarkskröfu um eigið fé Íslandsbanka úr 19,3% í 18,8%. Lækkunin er rakin til lægri áhættu í rekstri bankans.

 

Fjárfestatengsl

Símafundur með fjárfestum á ensku kl. 9.00 fimmtudaginn 31. október
Símafundur með markaðsaðilum vegna uppgjörs verður haldinn 31. október kl. 9.00. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Fundurinn verður á ensku.

Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á: ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila fyrir fundinn.

 

Nánari upplýsingar veita

Fjárfestatengsl - ir@islandsbanki.is

Fjölmiðlar - pr@islandsbanki.is

 

Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: www.islandsbanki.is/is/flokkur/bankinn/fjarfestatengsl   

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með heildareignir sem nema 1.234 ma. kr. og með 25-50% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Saga Íslandsbanka spannar 140 ár af þjónustu við lykilatvinnuvegi þjóðarinnar en á þessum tíma hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði ferðaþjónustu, sjávarútvegs og orku. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera #1 í þjónustu og vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans. Til að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavina, þá hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar nýjar stafrænar lausnir s.s. öpp fyrir bankaþjónustu og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Sjötta árið í röð mældist Íslandsbanki efstur í Íslensku ánægjuvoginni  hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu árið 2018. Íslandsbanki hefur BBB+/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings.
www.islandsbanki.is  

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari  fréttatilkynningu  þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út.  Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.

 

Viðhengi


2019.10.30_ISB_Condensed Consolidated Interim Financial Statements_9M19.pdf
2019.10.30_ISB_Fact sheet_9M19.pdf
2019.10.30_ISB_Financial Fact Book_9M19.pdf
2019.10.30_ISB_ Frettatilkynning_9M19.pdf
2019.10.30_ISB_Investor_Presentation_9M19.pdf