Published: 2019-10-10 19:25:25 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Eik fasteignafélag hf. („Eik" eða „félagið“) hefur nú lokið sölu á skuldabréfaflokkunum EIK 050726 og EIK 050749. Heildareftirspurn nam samtals 2.880 milljónum króna að nafnvirði í báða flokkana.

Í skuldabréfaflokknum EIK 050726 var ákveðið að taka tilboðum að nafnverði 100 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 2,73% og í skuldabréfaflokknum EIK 050749 var ákveðið að taka tilboðum að nafnverði 1.200 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,10%.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 15. október næstkomandi.

Íslandsbanki var umsjónaraðili útboðsins.

Nánari upplýsingar veita:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980