English
Published: 2019-10-10 15:14:23 CEST
Lykill fjármögnun hf.
Other information disclosed according to the rules of the Exchange

Nýr áfangi í sögu Lykils

Í dag undirrituðu Klakki ehf. og Tryggingamiðstöðin hf. (TM) samning um kaup á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. Kaupin eru háð samþykki eftirlitsstofnana og hluthafa.
„Með þessu verður Lykill hluti af stærri heild sem gefur félaginu aukin tækifæri til áframhaldandi vaxtar og aukinnar þjónustu við viðskiptavini og óska ég nýjum eigendum og félaginu velfarnaðar í framtíðinni“ segir Magnús Sch. Thorsteinsson stjórnarformaður Lykils fjármögnunar hf.
Lykill hefur verið brautryðjandi í eignatryggðri fjármögnun frá því að félagið tók til starfa árið 1986 og viðskiptavinir þess skipta í dag þúsundum, einkum á sviði bíla-, véla- og tækjafjármögnunar. Í vor sótti félagið um viðskiptabankaleyfi og vonast til þess að hefja innlánastarfsemi á komandi mánuðum.
Hjá Lykli starfar framúrskarandi starfsfólk með mikla reynslu og þekkingu á kjarnastarfsemi félagsins. Félagið hefur farið í gegnum umtalsverða þróun á undanförnum misserum og er vel í stakk búið að takast á við áskoranir framtíðarinnar, ss. stóraukið vægi stafrænnar þjónustu.
„Það er ánægjulegt að sjá að þétt liðsheild og öflugt uppbyggingastarf Lykils undanfarin ár sé að skila sér í því að rótgróinn og traustur aðili á markaði sjái tækifæri í að eignast félagið og styðja það til áframhaldandi sóknar.“, segir Lilja Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils fjármögnunar.