English Icelandic
Birt: 2019-09-11 18:04:03 CEST
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.:Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem fjórir flokkar voru boðnir til sölu.

Tilboð í útboðinu voru tuttugu talsins og námu samtals 3.480 m. kr. að nafnverði.

Tvö tilboð að fjárhæð 140 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 21 á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,42%-4,43%. Engum tilboðum var tekið í flokkinn.

Tvö tilboð að fjárhæð 420 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 23 á ávöxtunarkröfu  4,45%. Báðum tilboðum var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,45%. Heildarstærð flokksins verður 14.300 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.300 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 24 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,73%-1,79%. Tilboðum að fjárhæð 1.100 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,78%. Heildarstærð flokksins verður 39.080 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.620 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 28 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,70%-1,72%. Fjárhæð gildra tilboða nam 1.520 m.kr. og var þeim öllum tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,72%. Heildarstærð flokksins verður 44.980 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 17. september 2019. Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 528/2008. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, www.landsbankinn.is/sertryggd-skuldabref.