Icelandic
Birt: 2019-09-05 12:09:31 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I, fyrirhuguð stækkun skuldabréfaflokksins BUS 56

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf - BÚS I, í rekstri Landsbréfa hf., efnir til útboðs á skuldabréfum 10. september næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum BUS 56 fyrir allt að 1.800.000.000 kr. að nafnvirði.

Skuldabréfin verða seld á fastri ávöxtunarkröfu 3,35%. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í BUS 56 að nafnvirði 11.840.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Landsbankinn hf. sér um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréfin.

Í kjölfar birtingar uppfærðrar útgáfulýsingar og skráningarlýsingar er áætlað að greiðslu- og uppgjörsdagur útboðsins verði í viku 40-41. Sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. þann sama dag. Sjóðurinn mun tilkynna um fyrirhugaða stækkun í kauphöll með eins dags fyrirvara.

Tilgangur útgáfunnar er endurfjármögnun á hluta núverandi skulda Búseta hsf.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00, þriðjudaginn, 10. september 2019, á netfangið: verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. d, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Útgáfulýsingin og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks eru birt á vefsíðu sjóðsins; https://www.landsbref.is/skrad-skuldabref.

Nánari upplýsingar veita:

Ingvar Karlsson, sjóðsstjóri fagfjárfestasjóðsins Landsbréf - BÚS I, í síma 410-2518 eða í gegnum netfangið: ingvar.karlsson@landsbref.is

Gunnar S. Tryggvason, s: 410 6709 eða í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is