Published: 2019-08-30 13:35:07 CEST
Almenna leigufélagið ehf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Almenna leigufélagið ehf.: Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2019

Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Almenna leigufélagsins ehf. árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrri árshelming 2019

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.481 m.kr. á tímabilinu. Hækkun rekstrartekna frá sama tímabili í fyrra nam 18%. Þá var EBITDA (rekstarhagnaður fyrir matsbreytingu, afskriftir og fjármagnsliði) 793 m.kr. fyrir tímabilið og jókst um ríflega 15% milli ára. Heildarafkoma tímabilsins eftir skatta nam 13 m.kr.

Heildareignir samstæðunnar námu 48.124 m.kr. í lok júní og þar af voru fjárfestingareignir að andvirði 45.566 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 30.616 m.kr. og eigið fé samstæðunnar var 12.693 m.kr.

María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins:

„Rekstrarhagnaður jókst á fyrri árshelmingi þrátt fyrir að eignasafnið hafi minnkað lítillega vegna sölu óhagkvæmra eigna. Grunnrekstur félagsins, langtímaleigan, hefur styrkst verulega á tiltölulega skömmum tíma en afkoma af skammtímaleigustarfsemi var undir væntingum. Mikil áhersla hefur verið á að styrkja skammtímaleigustarfsemi félagsins til framtíðar og eru horfur góðar fyrir komandi misseri. Þá hefur vaxtakostnaður lækkað í kjölfar vel heppnaðra skuldabréfaútboða auk almennra vaxtalækkana á markaði. Þarna er um að ræða umtalsverða breytingu sem verður á fjármögnun félagsins á seinni hluta tímabilsins þannig að áhrifin af henni munu ekki koma að fullu fram fyrr en á seinni árshelmingi. Vegnir verðtryggðir vextir á skuldum samstæðunnar voru 3,79% um áramótin en 3,55% þann 30. júní og vegnir óverðtryggðir vextir fóru úr 7,41% í 5,79% á sama tímabili.

Í upphafi árs kynntum við nýja vörumerkið ALMA á langtímaleigustarfseminni okkar og samhliða því hóf félagið að bjóða upp á lengri leigusamninga en áður hafa þekkst á almennum leigumarkaði. Viðskiptavinum félagsins býðst nú örugg langtímaleiga á föstu leiguverði til allt að sjö ára. Við erum afar þakklát fyrir frábærar viðtökur við þessum nýjungum.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, í síma 774 0604 eða maria@al.is.

Viðhengi


Árshlutareikningur AL ehf. 30.6.2019.pdf
Almenna leigufélagið ehf. - Tilkynning 30.6.2019.pdf