Icelandic
Birt: 2019-08-28 18:32:32 CEST
Festi hf.
Reikningsskil

Festi hf.: Afkoma á 2. ársfjórðungi 2019

Helstu niðurstöður:

  • Fjölgun félaga í samstæðu skýrir að mestu hækkanir á tekjum og gjöldum á 2F 2019 í samanburði við 2F 2018 og gerir samanburð milli tímabila erfiðan
  • EBITDA nam 1.892 m.kr. á 2F 2019 samanborið við 1.077 m.kr. 2F 2018
  • Sala Krónunnar yfir áætlun en sala undir væntingum í ELKO á 2F 2019
  • Minni sala annarra vara en eldsneytis í N1 en gert hafði verði ráð fyrir á 2F 2019
  • Selt magn af bensíni og gasolíu minnkaði um 3,9% á milli 2F 2019 og 2F 2018 sem skýrist af stórum hluta af sölu á Dælunni
  • EBITDA fasteigna var 756 m.kr. á 2F 2019 og voru eignir 37.120 m.kr. í lok 2F 2019
  • Eigið fé var 26.610 m.kr. og eiginfjárhlutfall 32,7% í lok 2F 2019

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Það er ánægjulegt að rekstur Festi í heild sé að ná þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir árið 2019 og er EBITDA annars ársfjórðungs að staðfesta þann góða grunn sem við höfum lagt eftir samrunann. Fjölgun félaga í samstæðunni milli ársfjórðunga 2018 og 2019 gerir allan samanburð milli þessara tímabila erfiðan. Að sama skapi skýrist minni sala á bensíni og gasolíu að stórum hluta með sölu á Dælunni. Starfsfólk Festi hefur lagt hart að sér síðustu misseri og það sést augljóslega á rekstrinum að sú góða vinna er að skila árangri sem boðar gott fyrir reksturinn á komandi árum. Rekstur félagsins á tímabilinu var góður, efnahagsreikningur sterkur með 32,7% eiginfjárhlutfall ásamt mjög sterku sjóðstreymi.,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.,“

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.

Viðhengi


Festi hf. - Afkomutilkynning Q2 2019.pdf
Festi hf. - Arshlutareikningur Q2 2019.pdf
Festi hf. - Company announcement Q2 2019.pdf
Festi hf. - Interim Financial Statment Q2 2019.pdf