English Icelandic
Birt: 2019-08-28 09:33:34 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Skeljungur hf.: Kynning á uppgjöri 2. ársfjórðungs 2019

Meðfylgjandi er kynning á uppgjöri Skeljungs hf. fyrir 2. ársfjórðung 2019.

Minnt er á opinn kynningarfund vegna uppgjörsins sem fer fram á eftir kl. 08:30, 28. ágúst, í höfuðstöðvum Skeljungs, Borgartúni 26, 8. hæð, 105 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 08:15.

Á fundinum munu Árni Pétur Jónsson, forstjóri, og Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna uppgjörið og helstu þætti úr rekstrinum, auk þess sem spurningum fundargesta verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 693-2200.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi


Skeljungur_Fjarfestakynning Q2 2019.pdf