Icelandic
Birt: 2019-08-21 18:05:00 CEST
Vátryggingafélag Íslands hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

VÍS: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2019 og uppfærð afkomuspá

Árshlutareikningur félagsins fyrir annan ársfjórðung 2019 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 21. ágúst 2019.

 

Helstu niðurstöður fyrri helmings ársins 2019

  • Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 2.192 milljónum króna samanborið við 552 milljónir króna á sama tímabili árið 2018
  • Iðgjöld tímabilsins jukust um 4,0% frá sama tíma í fyrra
  • Tjónahlutfall var 74,1% samanborið við 80,8% í fyrra
  • Samsett hlutfall var 99,1% en var 103,3% á sama tímabili í fyrra
  • Tekjur af fjárfestingastarfsemi jukust um 97,9% og námu 2.800 milljónum króna
  • Gjaldþolshlutfall félagsins í lok tímabilsins var 1,56 samanborið við 1,38 við lok sama tímabils í fyrra.

 

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2019

  • Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 1.256 milljónum króna samanborið við 291 milljón króna tap á sama tímabili árið 2018.
  • Samsett hlutfall var 96,0% samanborið við 109,1% á sama tímabili árið 2018.

 

Helgi Bjarnason, forstjóri

„Við erum mjög sátt við niðurstöðu fjórðungsins og hálfs árs uppgjörið í heild sinni. Tryggingareksturinn var traustur og í takt við áætlanir en afkoma af fjárfestingum var verulega umfram væntingar, sem varð til þess að við sendum frá okkur jákvæða afkomutilkynningu í júlí.

Við höfum unnið jafnt og þétt að því að gera þjónustu okkar aðgengilegri og einfaldari með nýjum stafrænum lausnum. Viðtökur viðskiptavina hafa verið frábærar en um 60% aukning er á innskráningum á nýtt og endurbætt Mitt VÍS það sem af er þessu ári. Við höldum ótrauð áfram á þessari vegferð en einblínum í auknum mæli á sjálfvirknivæðingu til að hraða afgreiðslu mála enn frekar og auka hagkvæmni í rekstri.“

 

Horfur

Uppfærð afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2019 verði 98,8% og að hagnaður fyrir skatta verði um 3,0 milljarðar króna. Hún tekur mið af brunanum að Fornubúðum í Hafnarfirði í lok júlí.

 

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn fimmtudaginn 22. ágúst í húsnæði félagsins Ármúla 3 klukkan 8.30.

Á fundinum mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna uppgjör félagsins og svara spurningum.

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á íslensku og á ensku á heimasíðu VÍS: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestar/ .  Að auki verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þorvaldsson samskiptastjóri í síma 660-5252 og í netfanginu fjarfestatengsl@vis.is.

Viðhengi


VIS - Frettatilkynning og afkomuspa 2F-2019.pdf
VIS - Samstuarshlutareikningur 300619.pdf