English Icelandic
Birt: 2019-08-07 19:56:47 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Arion banki hf. lauk í dag útboði á tveimur markflokkum sértryggðra skuldabréfa.

Heildareftirspurn í útboðinu var 2.620 m. kr. og fjöldi tilboða var 16.

Í verðtryggða flokkinn ARION CBI 26 bárust 10 tilboð að nafnvirði samtals 1.720 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,63-1,70%. Tilboðum að nafnvirði 440 m.kr. á kröfunni 1,66% voru samþykkt. Heildarstærð flokksins verður 12.960 m.kr. að nafnvirði eftir útgáfuna.  

Í óverðtryggða flokkinn ARION CB 24 bárust 6 tilboð að nafnvirði samtals 900 m. kr., á ávöxtunarkröfu  á bilinu 4,52-4,58%.  Tilboðum að nafnvirði 600 m.kr. á kröfunni 4,55% voru samþykkt. Að auki gefur Arion banki út 2.850 m.kr. til eigin nota.  Heildarstærð flokksins verður 18.630 m.kr. eftir útgáfuna.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Ísland þann 14. ágúst 2019.

Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is, s. 444 6760