Published: 2019-08-07 00:57:25 CEST
Arion banki hf.
Boðun hluthafafundar

Arion banki hf.: Tillaga tilnefningarnefndar og framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar

Hluthafafundur Arion banka, verður haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 9. ágúst 2019, kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins er m.a. kosning tveggja nýrra stjórnarmanna, sem skulu starfa fram að næsta aðalfundi bankans. Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út þann 4. ágúst 2019 kl. 16:00. Einnig verður kosið um eitt sæti í tilnefningarnefnd bankans.


Eftirfarandi aðilar hafa boðið sig fram til stjórnar Arion banka:

Gunnar Sturluson

Már Wolfgang Mixa

Paul Richard Horner

Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust og metið hæði frambjóðenda. Þá leggur nefndin til að Gunnar Sturluson og Paul Richard Horner verði kjörnir stjórnarmenn. Skýrsla tilnefningarnefndar er meðfylgjandi og upplýsingar um frambjóðendur verður að finna á vef bankans eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 7. ágúst 2019.     


Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í tilnefningarnefnd Arion banka:

Júlíus Þorfinnsson

Stjórn Arion banka hefur metið hæði frambjóðandans til tilnefningarnefndar. Niðurstaða þess mats er að Júlíus Þorfinnsson sé óháður Arion banka hf. Nánari upplýsingar um frambjóðandann verða birtar á vef bankans eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 7. ágúst 2019.


Nánari upplýsingar um hluthafafund Arion banka hf. má nálgast á vef bankans www.arionbanki.is/gm og með því að hafa samband við Theodór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, ir@arionbanki.is s. 444 6760 eða Harald Guðna Eiðsson, forstöðumann samskiptasviðs, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s. 444 7108


Viðhengi


Proposal of the Nomination Committee 6 August 2019.pdf