English Icelandic
Birt: 2019-08-06 18:09:08 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur júlí 2019

Í júlí var farþegafjöldi Icelandair tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8%. Sætanýting var 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra en leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann höfðu talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí. Farþegum til Íslands fjölgaði um 32% eða um ríflega 60 þúsund og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund. Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaðinum frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Þessi aukning farþega til og frá Íslandi er meðal annars vegna áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.

Atlantshafsmarkaðurinn var áfram stærsti markaður félagins í júlí með um 45% af heildarfarþegafjölda þrátt fyrir að fjöldi skiptifarþega hafi dregist saman um 10% á milli tímabila. Komustundvísi í leiðakerfi félagsins í júlí var 71% samanborið við 51% í júlí á síðasta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í flugáætlun félagsins vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018.

ICELANDAIRJÚL 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
 Farþegar til Íslands250.93932%1.044.54629%
 Farþegar frá Íslandi59.86323%370.48723%
 Farþegar um Ísland253.180-10%1.141.900-3%
Fjöldi farþega563.9829%2.556.93311%
Sætanýting82,9%-2,3 ppt82,0%1,8 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)2.099,48%9.717,48%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.741,05%7.969,410%
Meðal flugleið (KM)3.127-4%3.130-1%
Stundvísi (komur)71,0%19,8 ppt72,0%13,9 ppt
     
AIR ICELAND CONNECTJÚL 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Fjöldi farþega28.349-10%163.080-13%
Sætanýting72,1%-0,3 ppt68,3%4,4 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)17,3-9%84,3-25%
     
LEIGUFLUGJÚL 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Flugvélanýting100,0%9,1 ppt94,3%0,9 ppt
Seldir blokktímar2.8005%17.724-13%
     
FRAKTFLUTNINGARJÚL 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.6866%77.73110%
     
HÓTELJÚL 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Framboðnar gistinætur49.962-3%257.6319%
Seldar gistinætur44.7723%203.00010%
Herbergjanýting89,6%5,5 ppt78,8%0,9 ppt

Markaðsaðilar: Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandairgroup.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi. Netfang: asdis@icelandair.is