English Icelandic
Birt: 2019-07-23 20:32:01 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Standard og Poor´s staðfestir lánshæfismat Arion banka, BBB+ en breytir horfum úr stöðum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest lánshæfismat Arion banka til langs tíma, BBB+ en breytt horfum úr stöðugum í neikvæðar. Skammtíma lánshæfismat bankans er áfram A-2.

Helstu athugasemdir frá Standard og Poor’s:

  • Matið gerir ráð fyrir áframhaldandi sterkri markaðsstöðu Arion banka á Íslandi, öflugum stafrænum lausnum og sterkri eiginfjárstöðu sem vegur upp samþjöppunaráhættu vegna útlána í litlu hagkerfi. Arion banki stendur framar mörgum evrópskum bönkum er snýr að undirbúningi fyrir samkeppni frá nýjum fjártæknifyrirtækjum.

  • Erfitt er fyrir íslenska banka að auka hagnað og umfang viðskipta frá því sem nú er þar sem samkeppni er afar hörð og dregið hefur úr hagvexti.  Þátttaka lífeyrissjóða á lánamarkaði skekkir jafnframt samkeppnisumhverfi íslenskra banka, bæði hvað varðar lánskjör og lánavöxt. Þar af leiðandi eru horfur metnar neikvæðar.

  • Heilt yfir er efnahagsleg áhætta íslenskra banka metin stöðug. Gert er ráð fyrir því að hagkerfið dragist saman árið 2019 en vaxi á nýjan leik 2020.


Nánari upplýsingar veitir Theodór Friðbertsson, fjárfestatengslum, IR@arionbanki.is, sími: 444 6760.


Viðhengi


SP _July2019.pdf