English Icelandic
Birt: 2019-07-09 18:37:47 CEST
Landsbankinn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem fjórir flokkar voru boðnir til sölu.

Heildartilboð í útboðinu voru 25 talsins og námu samtals 3.480 m. kr. að nafnverði.

Fjögur tilboð að fjárhæð 580 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 21 á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,50%-4,56%. Öllum tilboðum var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,56%. Heildarstærð flokksins verður 6.000 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Fimm tilboð að fjárhæð 1.000 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 23 á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,55%-4,61%. Öllum tilboðum var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,61%. Heildarstærð flokksins verður 13.640 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Sjö tilboð að fjárhæð 1.040 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 24 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,60%-1,66%. Tilboðum að fjárhæð 740 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,64%. Heildarstærð flokksins verður 36.880 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Níu tilboð að fjárhæð 860 m. kr. að nafnverði í flokkinn LBANK CBI 28 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,59%-1,63%. Tilboðum að fjárhæð 760 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,62%. Heildarstærð flokksins verður 41.380 m. kr. eftir viðbótarútgáfuna.

Samhliða útboðinu fór fram skiptiútboð þar sem fjárfestar áttu kost á því að greiða fyrir skuldabréf í ofangreindu útboði með afhendingu skuldabréfa í flokki LBANK CB 19 á fyrirframákveðna verðinu 100,531. Niðurstaðan leiðir til þess að Landsbankinn kaupir 180 m.kr. að nafnverði í flokki LBANK CB 19.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 16. júlí 2019. Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans.

Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 528/2008. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, www.landsbankinn.is/sertryggd-skuldabref.