English Icelandic
Birt: 2019-07-08 19:06:25 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur júní 2019

Í júní var farþegafjöldi Icelandair 553 þúsund og jókst um 15% milli ára. Framboð var aukið um 8%. Sætanýting var 88% samanborið við 84,4% í júní í fyrra. Farþegum fjölgaði verulega bæði til og frá Íslandi – um 41% til Íslands, sem nam um 61 þúsund farþegum, og um 27% á heimamarkaðinum frá Íslandi, sem nam tæplega 15 þúsund farþegum. Þessi aukning er meðal annars vegna áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu á markaðina til og frá Íslandi. Atlantshafsmarkaðurinn var stærsti markaður félagins í júní með 49% af heildarfarþegafjölda og dróst fjöldi skiptifarþega lítillega saman á milli tímabila, eða um 1%. Komustundvísi í leiðarkerfi félagsins í júní nam 64% samanborið við 40% í júní á síðasta ári en góður árangur hefur náðst í að bæta stundvísi þrátt fyrir minni sveigjanleika í flugáætlun félagsins vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins.

Farþegar Air Iceland Connect voru 25 þúsund í júní og fækkaði um 13%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,3% og jókst um 2,7 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 15% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma í fyrra og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 5%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 6% og var herbergjanýting 81,3% samanborið við 80,1% í júní 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins í Reykjavík.

ICELANDAIRJÚN 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
 Farþegar til Íslands211.44041%793.60728%
 Farþegar frá Íslandi69.49527%310.62422%
 Farþegar um Ísland271.886-1%888.720-1%
Fjöldi farþega552.79115%1.992.92112%
Sætanýting88,0%3,6 ppt81,8%2,9 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.959,18%7.618,08%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.723,312%6.228,412%
Meðal flugleið (KM)3.128-4%3.131-1%
Stundvísi (komur)64,0%23,5 ppt72,0%12,1 ppt
     
AIR ICELAND CONNECTJÚN 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Fjöldi farþega25.095-13%134.731-14%
Sætanýting72,3%2,7 ppt67,3%5,2 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)13,5-14%67,0-28%
     
LEIGUFLUGJÚN 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Flugvélanýting100,0%18,2 ppt93,4%-0,4 ppt
Seldir blokktímar2.556-15%14.925-16%
     
FRAKTFLUTNINGARJÚN 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.7995%67.04510%
     
HÓTELJÚN 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Framboðnar gistinætur45.7614%207.66912%
Seldar gistinætur37.2236%158.22812%
Herbergjanýting81,3%1,3 ppt76,2%0,0 ppt

Markaðsaðilar: Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandairgroup.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi. Netfang: asdis@icelandair.is