Published: 2019-07-01 11:47:54 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Skjalagerð í tengslum við söluferli á Icelandair Hotels á lokastigi

Icelandair Group hefur átt í lokasamningarviðræðum vegna fyrirhugaðrar sölu á dótturfélagi sínu Icelandair Hotels og tengdum fasteignum.  Skjalagerð varðandi viðskiptin er ennþá í gangi og stefna aðilar að því að undirritun kaupsamnings eigi sér stað eigi síðar en 16.júlí nk.  Gert er ráð fyrir því að Icelandair Group muni eiga 25% hlut í hinum seldu eignum en að öðru leyti verður nánar gerð grein fyrir viðskiptunum í kjölfar undirritunar kaupsamnings. 

Frekari upplýsingar: Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, iris@icelandairgroup.is