Icelandic
Birt: 2019-06-27 20:12:02 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Leiðrétting: Eik fasteignafélag hf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Leiðrétting: Í fyrri tilkynningu var nafn flokksins EIK 050726 rangt í umfjöllun um samþykkt tilboð.

Eik fasteignafélag hf. („Eik" eða „félagið“) hefur nú lokið sölu á tveimur nýjum skuldabréfaflokkum EIK 050726 og EIK 050749. Heildareftirspurn nam samtals 6.680 milljónum króna að nafnvirði í báða flokkana.

Skuldabréfaflokkurinn EIK 050726 er verðtryggður með 7 ára lánstíma og fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Voru skuldabréf boðin til sölu með hollensku fyrirkomulagi. Heildareftirspurn eftir skuldabréfaflokknum var að nafnverði 2.500 milljónir króna og var vegin meðalávöxtunarkrafa tilboðanna 2,78%. Var ákveðið að taka tilboðum að fjárhæð 1.400 milljónir króna að nafnvirði í EIK 050726 á ávöxtunarkröfunni 2,73%.

Skuldabréfaflokkurinn EIK 050749 er verðtryggður með 30 ára lánstíma og fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Voru skuldabréf boðin til sölu með hollensku fyrirkomulagi. Heildareftirspurn eftir skuldabréfaflokknum var að nafnverði 4.180 milljónir króna og var vegin meðalávöxtunarkrafa tilboðanna 3,13%. Var ákveðið að taka tilboðum að fjárhæð 2.500 milljónir króna að nafnvirði í EIK 050749 á ávöxtunarkröfunni 3,10%.

Íslandsbanki var umsjónaraðili útboðsins.

Nánari upplýsingar veita:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980