English Icelandic
Birt: 2019-06-27 19:38:18 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Niðurstaða útboðs víkjandi skuldabréfa

Arion banki hf. lauk í dag útboði á tveimur nýjum víkjandi skuldabréfaflokkum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 4.800 m. kr. og fjöldi tilboða var 21.

Í óvertryggða flokkinn bárust 7 tilboð að nafnvirði samtals 1.380 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 6,90% - 7,20%. Tilboðum að nafnvirði 880 m.kr. á kröfunni 6,90% voru samþykkt.

Í verðtryggða flokkinn bárust 14 tilboð að nafnvirði samtals 3.420 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,80% - 4,09%. Tilboðum að nafnvirði 3.020 m.kr. á kröfunni 4,00% voru samþykkt.

Um er að ræða víkjandi skuldabréf sem teljast til eiginfjárþáttar 2, sbr. 84. gr. c. laga nr. 161/2002. Báðir flokkarnir eru vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslum tvisvar á ári, með lokagjalddaga í janúar 2030 og eru uppgreiðanlegir frá og með janúar 2025. Stefnt er að skráningu bréfanna á Nasdaq Iceland.