English Icelandic
Birt: 2019-05-21 18:29:39 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Skeljungur hf.: Árshlutauppgjör – fyrsti ársfjórðungur 2019

- Góð byrjun á árinu

 

Helstu lykiltölur og niðurstöður

  • Hagnaður á hlut var 0,20 sem er sami hagnaður á hlut og á sama tímabili í fyrra.
  • Framlegð nam 2.107 m.kr. og hækkar um 20,7% frá fyrsta ársfjórðungi 2018.
  • EBITDA nam 892 m.kr.  sem er 9,4% hækkun frá sama tímabili ársins 2018.
  • Aðlöguð EBITDA var 848 m.kr. sem er hækkun um 19,0% frá sama tímabili ársins 2018.*
  • EBITDA framlegð var 42,3% miðað við 46,7% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður eftir skatta nam 411 m.kr. samanborið við 416 m.kr. á sama tímabili í fyrra sem er 1,2% lækkun milli ára.
  • Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 19,0% samanborið við 22,6% á fyrsta ársfjórðungi 2018.
  • Eigið fé í lok tímabilsins nam 9.369 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 36,0%.

* Leiðrétt var fyrir jákvæðum áhrifum vegna IFRS 16 á ársfjórðungnum 2019 um 44 m.kr. og fyrir einskiptishagnaði á ársfjórðungnum 2018 um 103 m.kr.


Horfur fyrir félagið eru óbreyttar og áætlar félagið að EBITDA ársins 2019 verði á bilinu 3.000-3.200 m.kr. án áhrifa vegna IFRS 16 og 3.200-3.400 m.kr. með áhrifum IFRS 16. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar liggi á bilinu 800-900 m.kr. Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Bent er á að við umreikning reikningsskila er notast við meðalgengi innan ársins. Áætlanir félagsins miða við meðalgengi  DKK/ISK 18,1.


Sjá nánari upplýsingar í viðhengjum.


Nánari upplýsingar veitir einnig Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.


Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi


Skeljungur_Fjarfestakynning Q1 2019.pdf
Skeljungur_Samstureikningur Q1 2019.pdf
Skeljungur_Uppgjorstilkynning Q1 2019.pdf