Published: 2019-05-16 20:46:23 CEST
Heimavellir hf.
Reikningsskil

Heimavellir hf.: Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2019

Heimavellir hf.  Fréttatilkynning 16. maí 2019.

 

Heimavellir hf.: Áframhaldandi rekstrarbati á 1. ársfjórðungi 2019.

 

Árshlutareikningur Heimavalla hf. 1. janúar til 31. mars 2019 var samþykktur af stjórn þann 16. maí 2019.

 

Helstu atriði:

 • Leigutekjur námu 897 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019  (2018: 906 m.kr.) sem er 1% lækkun milli ára og skýrist af því að íbúðum fækkar um 117 milli tímabila.
 • Íbúðir í rekstri þann 31. mars 2019 voru 1.817 talsins.
 • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og söluhagnað (EBIT) nam 539 m.kr. eða 60% af veltu (2018: 533 m.kr. og 58,9% af veltu).
 • Ef litið er fram hjá einskiptisliðum og áhrifum af innleiðingu IFRS16 reikningsskilastaðals er rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og söluhagnað 62% af veltu á 1. ársfjórðungi 2019.
 • Félagið seldi eignir fyrir 3.194 m.kr. á tímabilinu og var söluhagnaður vegna þeirra 133 milljónir króna eða 4,2% af bókvirði eigna.
 • Matsbreyting eignasafnins nam 33 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2019 (2018: 197 m.kr.). Helstu áhrifaþættir á matsbreytingu eru lækkandi grunnvextir í verðmatslíkani til hækkunar og væntingar um leiguverð til framtíðar til lækkunar.
 • Hrein fjármagnsgjöld eru 588 m.kr. á tímabilinu og lækka um 67 m.kr milli ára.
 • Hagnaður tímabilsins var 93 m.kr. (2018: 99 m.kr.).
 • Virði fjárfestingareigna félagsins þann 31. mars 2019 var 52.119 m.kr.
 • Eigið fé þann 31. mars 2019 var 18.889 m.kr. og var eiginfjárhlutfall félagsins 32,9%. Innra virði hlutafjár í árslok eru 1,68 kr. pr hlut.
 • Vaxtaberandi skuldir voru 34.299 m.kr. þann 31. mars 2019 (2018 34.701 m.kr.).
 • Vegnir meðalvextir félagsins eru 4,2% á verðtryggðum skuldum, sem nema 88% af langtímaskuldum félagsins.
 • Í kjölfar hraðari eignasölu en gert var ráð fyrir í ársbyrjun uppfærir félagið afkomuspá sína þannig að tekjur ársins 2019 eru áætlaðar 3.400 m.kr (lækka um 190 m.kr.) og tekjur ársins 2020 eru nú áætlaðar 3.000 m.kr. (lækka um 400 m.kr.). Áætluð EBITDA framlegð er óbreytt, 63,5% - 64,8% 2019 og 66,6% - 67,8% 2020.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Arnar Gauti Reynisson

framkvæmdastjóri

gauti@heimavellir.is

Sími 860 5300

Viðhengi


Heimavellir Uppgjörskynning 1F 19 final.pdf
Heimavellir hf. árshlutareikningur 1F 19 final.pdf