Icelandic
Birt: 2019-05-02 20:25:41 CEST
Vátryggingafélag Íslands hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

LEIÐRÉTTING: VÍS: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2019

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2019 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 2. maí 2019.

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2019

* Hagnaður tímabilsins nam 936 m.kr. samanborið við 844 m.kr. á sama tímabili 2018.

* Iðgjöld tímabilsins jukust um 5,1% frá sama tíma og í fyrra.

* Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.367 m.kr samanborið við 1.022 m.kr. á sama tímabili 2018.

* Arðsemi eigin fjár var 6,5% samanborið við 5,1% á sama tímabili 2018.

* Hagnaður á hlut var 0,49 krónur samanborið við 0,38 krónur á sama tímabili 2018.

Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Við getum ekki verið annað en mjög sátt við niðurstöðu ársfjórðungsins. Mjög góð afkoma af fjárfestingum gerði það að verkum að við sendum frá okkur jákvæða afkomuviðvörun fyrir árið 2019 í byrjun apríl. Tryggingareksturinn var í takt við áætlun og áttunda ársfjórðunginn í röð er tólf mánaða samsett hlutfall undir 100%.

Við höldum áfram að einfalda og efla þjónustu okkar til viðskiptavina og hleyptum af stokkunum nýju og endurbættu MittVÍS sem er stafræna þjónustuskrifstofan okkar. Með því bætum við upplýsingagjöf til viðskiptavina til muna þar sem aðgangur að öllum upplýsingum er orðinn betri, einfaldari og hraðari. Við munum halda áfram af krafti á þeirri vegferð að gera VÍS að framúrskarandi stafrænu þjónustufyrirtæki.

Nýtt skipurit tók gildi og fækkaði við það um einn í framkvæmdastjórn. Með þeirri breytingu er skipulag félagsins einfaldað, boðleiðir styttar og raðirnar þéttar enn frekar.“ 

Horfur

Uppfærð afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall fyrir árið 2019 verði 97,4% og að hagnaður fyrir skatta verði um 2,9 milljarðar króna. 

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 3. maí, í húsnæði félagsins, Ármúla 3, kl. 8:30. Á fundinum mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna uppgjör félagsins og svara spurningum.

Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á íslensku og á ensku á heimasíðu VÍS: https://www.vis.is/fjarfestar

Að auki verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku að honum loknum á vefslóðinni: https://www.vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur  

Fjárhagsdagatal

Viðburður                 Dagsetning

2. ársfjórðungur        21. ágúst 2019

3. ársfjórðungur        23. október 2019

Ársuppgjör 2019       27. febrúar 2020 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þorvaldsson samskiptastjóri í síma 660 5252 og í netfanginu fjarfestatengsl@vis.is

Viðhengi


Afkomuspa 2019.pdf
Frettatilkynning 1F 2019.pdf
VIS - Samstuarshlutareikningur 31.03.2019.pdf