English Icelandic
Birt: 2019-04-08 20:24:24 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur mars 2019

Í mars var farþegafjöldi Icelandair 268 þúsund og jókst um 3% miðað við mars á síðasta ári.  Framboð var aukið um 6%. Sætanýting var 81,2% samanborið við 81,9% í mars í fyrra. Ferðamannamarkaðurinn til Íslands var stærsti markaður félagsins í mars með 45% af heildarfarþegafjölda.  Farþegum fjölgaði einnig mest á þessum markaði eða um 13% á milli ára. Komustundvísi í leiðakerfi félagsins í mars nam 77,3% og batnaði mikið eða um 4,7 prósentustig frá síðasta ári.

Farþegar Air Iceland Connect voru 23 þúsund og fækkaði um 19% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 68,0% og jókst um 8,1 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 13% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári. Fraktflutningar jukust um 14%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 14%. Herbergjanýting var 77,8% samanborið við 78,0% í mars 2018.

ICELANDAIRMAR 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
 Farþegar til Íslands120.91113%311.24613%
 Farþegar frá Íslandi42.2824%114.71510%
 Farþegar um Ísland104.547-7%276.768-2%
Heildarfjöldi farþega267.7403%702.7296%
Sætanýting81,2%-0,7 %-stig76,4%-0,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.060,56%2.887,88%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)861,15%2.206,08%
Meðal flugleið (KM)3.1722%3.1141%
Stundvísi (komur)77,3%4,7 %-stig78,9%14,4 %-stig
     
AIR ICELAND CONNECTMAR 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Fjöldi farþega23.000-19%62.129-14%
Sætanýting68,0%8,1 %-stig63,7%3,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)11,2-36%30,8-30%
     
LEIGUFLUGMAR 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Flugvélanýting90,9%-9,1 %-stig91,2%-8,8 %-stig
Seldir blokktímar2.553-13%7.478-14%
     
FRAKTFLUTNINGARMAR 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)12.00014%32.3446%
     
HÓTELMAR 19BR. (%)ÁTÞ 19BR. (%)
Framboðnar gistinætur32.92514%95.24219%
Seldar gistinætur25.61214%70.12114%
Herbergjanýting77,8%-0,2 %-stig73,6%-3,8 %-stig

Nánari upplýsingar veitir: Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group netfang: iris@icelandairgroup.is