English Icelandic
Birt: 2019-03-28 09:44:36 CET
Arion banki hf.
Innherjaupplýsingar

Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni WOW Air og skuldbindingar félagsins við Arion banka vill bankinn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstri bankans.  

Arion banki verður fyrir einskiptiskostnaði vegna þessa atburðar sem hefur ekki bein áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað bankans. Óvíst er um áhrif þess að WOW Air hættir starfsemi á ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.   

Fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, t.a.m. varðandi þróun eiginfjár, eru óbreytt.   

Afkoma bankans fyrir fyrsta ársfjórðung verður birt 8. maí 2019.


Tengiliðir
Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, 
theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.
Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka, 
haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108. 

Arion banka ber að birta þessar upplýsingar í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins nr. 596/2014.