English Icelandic
Birt: 2019-03-24 18:33:24 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

Icelandair Group hefur ákveðið að ekki muni verða af hugsanlegri aðkomu félagsins að rekstri flugfélagsins WOW air sem tilkynnt var um hinn 20. mars sl. Þar með hefur viðræðum á milli aðila verið slitið.

Nánari upplýsingar:

Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group:  email: iris@icelandairgroup.is