Published: 2019-03-21 22:16:22 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners, hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld.

Stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir mánudaginn 25. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group:  email: iris@icelandairgroup.is