English Icelandic
Birt: 2019-03-19 15:11:31 CET
Skel fjárfestingafélag hf.
Boðun hluthafafundar

Skeljungur hf.: Aðalfundur 26. mars 2019 – Endanlegar tillögur og dagskrá

Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þann 26. mars 2019. kl. 16.00 á Hilton Nordica Reykjavík, í fundarsal D.

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá aðalfundarins og þær tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn en engar breytingar hafa orðið frá áður birtri dagskrá og tillögum. Frestur til að skila inn tillögum er liðinn.

Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins: https://www.skeljungur.is/adalfundur2019

Frekari upplýsingar veitir Gróa Björg Baldvinsdóttir, regluvörður, sími 840-3040, tölvup. regluvordur@skeljungur.is.

*          *          *

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/



Viðhengi


Alyktunartillogur til aalfundar 2019.pdf
Fundarbo aalfundar 2019.pdf