English
Published: 2019-03-11 16:54:31 CET
TM hf.
Notice to general meeting

Framboð til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og tilnefningarnefndar á aðalfundi 14. mars 2019.

Framboðsfrestur til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. rann út þann 9. mars 2019. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í aðalstjórn (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri,
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir,
Kristín Friðgeirsdóttir, verkfræðingur Ph.D.,
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og lektor, og
Örvar Kærnested, fjárfestir.

Í varastjórn (í stafrófsröð):

Bjarki Már Baxter, yfirlögfræðingur, og
Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri.

Tilnefningarnefnd félagsins lagði til í skýrslu sinni 19. febrúar 2019 að ofangreindir frambjóðendur skyldu skipa stjórn félagsins næsta starfsár, en nánari upplýsingar um frambjóðendurna má finna í skýrslu nefndarinnar sem fylgdi með tilkynningu til Kauphallar um aðalfundinn og birt var 19. febrúar sl. Þá hefur nefndin lagt mat á hvort framjóðendurnir séu óháðir gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira, sbr. 2. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins. Er það mat nefndarinnar að allir frambjóðendur teljast óháðir Tryggingamiðstöðinni hf. og daglegum stjórnendum þess. Enginn hluthafi ræður yfir 10% eða meira af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og félagssamþykkta. Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.

Með því að fjöldi frambjóðanda, bæði til aðalstjórnar og varastjórnar, er hinn sami og nemur fjölda stjórnarsæta í aðalstjórn og varastjórn, teljast framangreindir frambjóðendur sjálfkjörnir til setu í stjórninni næsta starfsár.

Framboðsfrestur til setu tveggja manna í tilefningarnefnd félagsins rann einnig út 9. mars.  Til setu í nefndinni hafa boðið sig fram:

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, og
Jakobína H. Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Capacent.

Með vísan til gr. 1.4 í starfsreglum nefndarinnar mat stjórn félagsins á fundi sínum í dag að frambjóðendurnir væru óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Þar sem fleiri framboð bárust ekki eru þær Ingibjörg og Jakobína sjálfkjörnar til setu í nefndinni næsta starfsár