Icelandic
Birt: 2019-03-07 17:41:46 CET
Landfestar ehf.
Reikningsskil

Landfestar ehf.: Ársreikningur Landfesta ehf. 2018

  • Rekstrartekjur ársins námu 2.910 m.kr. (2017: 2.913 m.kr.).
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað fjárfestingareigna og afskriftir 2018 nam 1.712 m.kr. (2017: 1.738 m.kr.).
  • Heildarhagnaður ársins 2018 nam 1.142 m.kr. (2017: 1.209 m.kr.).
  • Bókfært virði fjárfestingareigna nam 27.496 m.kr. (2017: 27.428 m.kr.).
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.206 m.kr. á árinu (2017: 1.161 m.kr.).
  • Matsbreyting fjárfestingareigna nam 640 m.kr. á árinu (2017: 829 m.kr.).
  • Söluhagnaður fjárfestingareigna nam 207 m.kr. á árinu (2017: 17 m.kr.)
  • Vaxtaberandi skuldir námu 15.983 m.kr. í árslok 2018 (2017: 15.062 m.kr.).
  • Eiginfjárhlutfall nam 36,4%. (2017: 32,7%).
  • Hagnaður á hlut var 0,69. (2017: 0,73).

Ársreikningur Landfesta ehf. var samþykktur af stjórn félagsins í dag, 7. mars 2019. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Rekstrartekjur ársins námu 2.910 m.kr. árið 2018 samanborið við 2.913 m.kr. árið 2017. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað fjárfestingareigna og afskriftir árið 2018 nam 1.712 m.kr. samanborið við 1.738 m.kr. árið áður. Heildarhagnaður ársins 2018 nam 1.142 m.kr. en hann var 1.209 m.kr. árið 2017. Fjárfestingareignir námu 27.496 m.kr. árið 018 samanborið við 27.428 m.kr. árið áður og eignir til eigin nota námu 3.580 m.kr. árið 2018. Handbært fé frá rekstri nam 1.206 m.kr. á árinu samanborið við 1.161 m.kr. árið 2017. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 640 m.kr. en árið áður var matsbreytingin 829 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 15.983 m.kr. í árslok 2018 samanborið við 15.062 m.kr. í árslok 2017. Eiginfjárhlutfall nam 36,4% samanborði við 32,7% árið áður. Hagnaður á hlut var 0,69 en var 0,73 árið 2017.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður á árinu 2019 vegna ársins 2018.

Fasteignirnar við Pósthússtræti 2 sem hýsa Hótel 1919 eru flokkaðar sem eignir til eigin nota þar sem í fasteignunum er annar rekstur en útleiga fasteigna og reksturinn er í eigu dótturfélags Landfesta. Eigin eignir samstæðunnar námu 3.570 m.kr. árið 2018 og eru eignirnar við Pósthússtræti 2 einu eignir samstæðunnar til eigin nota.

Landfestar er eitt af fimm dótturfélögum í samstæðu Eikar fasteignafélags hf. Fasteignir félagsins eru um 35 talsins, telja um tæpa 105 þús. útleigufermetra, leigueiningar eru tæplega 170 og fjöldi leigutaka er yfir 100. Helstu fasteignir félagsins eru Pósthússtræti 2, Borgartún 21, 21a og 26 og Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær).

Landfestar ehf. gaf út skuldabréfaflokkinn LF 14 1 í júní 2014. Í desember 2014 var skuldabréfaflokkurinn skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Staðfesting endurskoðanda á útreikningum útgefanda LF 14 1 á skilmálum skuldabréfaflokksins eru meðfylgjandi tilkynningu þessari. Samkvæmt staðfestingu endurskoðanda stóðust allir skilmálar skuldabréfaflokksins LF 14 1 miðað við dagsetninguna 31.2.2018.

Fjárhagsdagatal 2019

Hálfs árs uppgjör Landfesta ehf. 2019 verður birt í viku 35, 2019.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980

Viðhengi


31.12.2018 Arsreikningur Landfesta.pdf
31.12.2018 Stafesting a fjarhagslegum skilyrum.pdf